Hvers vegna er mikilvægt að finna kolefnisspor á innkaupum fyrirtækja? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 12. apríl 2024 12:01 Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun