„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2024 08:16 Jeremy Paxman er einn þekktasti fjölmiðlamaður Breta. BBC Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins. Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum. Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum.
Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira