Uppljóstrar um hálfrar aldar gamalt framhjáhald fyrrum forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 11:07 Harold Wilson var forsætisráðherra í tvígang. 1964 til 1970 og aftur frá 1974 til 1976. Getty 96 ára gamall maður að nafni Joe Haines, sem starfaði um árabil sem fjölmiðlafulltrúi forsætisráðuneytis Bretlands, hefur nú opinberað framhjáhald Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta. Að sögn Haines hélt ráðherrann við Janet Hewlett-Davies, sem var aðstoðarfjölmiðlafulltrúi í Downingstræti 10, og var 22 árum yngri en Wilson. Þau voru bæði gift. Haines segist nú uppljóstra um framhjáhaldið til að tryggja sögulegar heimildir um stjórnartíð Wilsons, sem var forsætisráðherra í tvígang, frá 1964 til 1970 og aftur frá 1974 til 1976. Framhjáhaldið átti sér stað á seinna kjörtímabili hans, áður en hann sagði af sér sextugur að aldri. Wilson lést árið 1995, 79 ára að aldri, en Hewlett-Davies lést í fyrra 85 ára gömul. The Times greindi frá afhjúpuninni í vikunni, en samkvæmt miðlinum hafa lengi verið orðrómur um meint framhjáhald ráðherrans. Hjónin Harold og Mary Wilson árið 1970. Hann lést árið 1995, 79 ára að aldri, en hún 2018, þá 102 ára.Getty Í umfjöllun The Times að Haines sé nánasti eftirlifandi aðstoðarmaður Wilsons, sem segir að bæði Wilson og Hewlett-Davies hafi sagt sér frá ástarævintýri þeirra. Hann einu sinni hafa séð Davies léðast úr herbergi forsætisráðherrans seint um kvöld. Morguninn eftir hafi hann spurt hana hvað hafi átt sér stað, og hún greint honum frá sambandinu. Síðan hafi þau bæði þagað um framhjáhaldið í fjöldamörg ár, um leyndarmálið sem „lak ekki úr Downingstræti, húsinu sem er frægt fyrir að leka meira en öll önnur hús í Bretlandi.“ Haines segir framhjáhaldið hafa létt lund forsætisráðherrans á síðustu tveimur árum hans í embætti. „Það ótrúlega er að enginn nema ég vissi af sambandi Janets og Wilsons, en hún reyndi aldrei að hagnast á því á nokkurn veg. Þetta var bersýnilega ást af hennar hálfu, og ánægja hans fékk mig til að gruna að það ætti líka við um hann,“ segir Haines. Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Haines segist nú uppljóstra um framhjáhaldið til að tryggja sögulegar heimildir um stjórnartíð Wilsons, sem var forsætisráðherra í tvígang, frá 1964 til 1970 og aftur frá 1974 til 1976. Framhjáhaldið átti sér stað á seinna kjörtímabili hans, áður en hann sagði af sér sextugur að aldri. Wilson lést árið 1995, 79 ára að aldri, en Hewlett-Davies lést í fyrra 85 ára gömul. The Times greindi frá afhjúpuninni í vikunni, en samkvæmt miðlinum hafa lengi verið orðrómur um meint framhjáhald ráðherrans. Hjónin Harold og Mary Wilson árið 1970. Hann lést árið 1995, 79 ára að aldri, en hún 2018, þá 102 ára.Getty Í umfjöllun The Times að Haines sé nánasti eftirlifandi aðstoðarmaður Wilsons, sem segir að bæði Wilson og Hewlett-Davies hafi sagt sér frá ástarævintýri þeirra. Hann einu sinni hafa séð Davies léðast úr herbergi forsætisráðherrans seint um kvöld. Morguninn eftir hafi hann spurt hana hvað hafi átt sér stað, og hún greint honum frá sambandinu. Síðan hafi þau bæði þagað um framhjáhaldið í fjöldamörg ár, um leyndarmálið sem „lak ekki úr Downingstræti, húsinu sem er frægt fyrir að leka meira en öll önnur hús í Bretlandi.“ Haines segir framhjáhaldið hafa létt lund forsætisráðherrans á síðustu tveimur árum hans í embætti. „Það ótrúlega er að enginn nema ég vissi af sambandi Janets og Wilsons, en hún reyndi aldrei að hagnast á því á nokkurn veg. Þetta var bersýnilega ást af hennar hálfu, og ánægja hans fékk mig til að gruna að það ætti líka við um hann,“ segir Haines.
Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira