Gerum skiptistöðina í Mjódd betri Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2024 11:02 Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Strætó Verslun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar