Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 11:22 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstakt hversu mörg mál tengd bílastæðafyrirtækinu Base Parking rati á borð þeirra. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna. Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna.
Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“