Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 11:22 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstakt hversu mörg mál tengd bílastæðafyrirtækinu Base Parking rati á borð þeirra. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna. Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna.
Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira