Fjármálakerfið standi traustum fótum Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 08:39 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja. Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun. Hún verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 09:30, þar sem nefndin situr fyrir svörum. Í yfirlýsingunni segir að skuldahlutföll hafi almennt lækkað og séu nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hafi batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hafi greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil séu þó enn lítil. Hækkun raunvaxta hafi þrengt að rekstrarumhverfi fyrirtækja og útlit sé fyrir að áhrifa þeirra gæti áfram á næstu misserum. Á móti vegi að eiginfjárstaða fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk, sem veiti viðnámsþrótt. Eldhræringar hafa áhrif á íbúðamarkað Horfur séu á að fólksfjölgun og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi ýti undir umsvif á íbúðamarkaði þrátt fyrir núverandi vaxtastig og takmarkanir lánþegaskilyrða. Verð á húsnæði sé enn hátt í langtímasamhengi og mikilvægt sé að lántakendur stilli áhættutöku við íbúðakaup í hóf. Þyngri greiðslubyrði lána samhliða hægari efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum með neikvæðum áhrifum á fjármálastöðugleika. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hafi fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. Ítreka stuðning við greiðslumiðlunarkerfið umdeilda Fjármálastöðugleikanefnd ítreki stuðning sinn við framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem er til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt sé að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, með óháðri innlendri greiðslumiðlun, því að auka samkeppni, styrkja net- og rekstraröryggi og treysta rekstrarsamfellu. Nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Verðlag Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun. Hún verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 09:30, þar sem nefndin situr fyrir svörum. Í yfirlýsingunni segir að skuldahlutföll hafi almennt lækkað og séu nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hafi batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hafi greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil séu þó enn lítil. Hækkun raunvaxta hafi þrengt að rekstrarumhverfi fyrirtækja og útlit sé fyrir að áhrifa þeirra gæti áfram á næstu misserum. Á móti vegi að eiginfjárstaða fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk, sem veiti viðnámsþrótt. Eldhræringar hafa áhrif á íbúðamarkað Horfur séu á að fólksfjölgun og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi ýti undir umsvif á íbúðamarkaði þrátt fyrir núverandi vaxtastig og takmarkanir lánþegaskilyrða. Verð á húsnæði sé enn hátt í langtímasamhengi og mikilvægt sé að lántakendur stilli áhættutöku við íbúðakaup í hóf. Þyngri greiðslubyrði lána samhliða hægari efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum með neikvæðum áhrifum á fjármálastöðugleika. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hafi fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. Ítreka stuðning við greiðslumiðlunarkerfið umdeilda Fjármálastöðugleikanefnd ítreki stuðning sinn við framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem er til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt sé að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, með óháðri innlendri greiðslumiðlun, því að auka samkeppni, styrkja net- og rekstraröryggi og treysta rekstrarsamfellu. Nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Verðlag Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira