Loks sakfelldir fyrir að myrða Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:59 Jam-Master Jay, eða Jason Mizell, í New York árið 1986. AP/G. Paul Burnett Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr hljómsveitinni Run-DMC. Hann var skotinn til bana í upptökuveri sínu í New York árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2020 sem þeir Karl Jordan Jr. og Ronald Washington voru ákærðir fyrir morðið. Nú fjórum árum síðar hafa þeir verið sakfelldir fyrir morðið. Mennirnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay, sem hét réttu nafni D.J. Jason Mizell. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. Karl Jordan Jr. sem er nú fjörutíu ára gamall, var guðsonur Jay. Samkvæmt frétt New York Times eru mennirnir sagðir hafa myrt Jay vegna deilna í kjölfar þess að þeir voru útilokaðir frá fíkniefnasölu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 News í New York. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Sjá einnig: Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Frægðarsól Run-DMC var ekki hátt á himni árið 2002 og er Jay sagður hafa snúið sér að fíkniefnasölu til að fjármagna lífstíl sinn og styðja fjölskyldu sína. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Nú fjórum árum síðar hafa þeir verið sakfelldir fyrir morðið. Mennirnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay, sem hét réttu nafni D.J. Jason Mizell. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. Karl Jordan Jr. sem er nú fjörutíu ára gamall, var guðsonur Jay. Samkvæmt frétt New York Times eru mennirnir sagðir hafa myrt Jay vegna deilna í kjölfar þess að þeir voru útilokaðir frá fíkniefnasölu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 News í New York. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Sjá einnig: Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Frægðarsól Run-DMC var ekki hátt á himni árið 2002 og er Jay sagður hafa snúið sér að fíkniefnasölu til að fjármagna lífstíl sinn og styðja fjölskyldu sína.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira