Látum verkin tala! Tómas A. Tómasson skrifar 5. febrúar 2024 07:31 Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun