Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 08:14 Salvatore Mundi er dýrasta verk sem selst hefur á uppboði en efasemdir eru uppi um uppruna þess. epa/Justin Lane Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. Ásakanirnar vörðuðu bæði Sotheby's og svissneska listaverkasalann Yves Bouvier. Bouvier segist alsaklaus í málinu en gerði engu að síður sátt við Rybolovlev. Málið er um margt forvitnilegt en það varðar meðal annars málverkið Salvator Mundi, sem seldist á metverði á uppboði hjá Christie's árið 2017 þegar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, keypti verkið af Rybolobleb á 450,3 milljónir dollara. Sjálfur keypti Rybolovlev verkið af Bouvier á 127,5 milljónir dollara árið 2013 en virðist hafa orðið ósáttur þegar hann komst að því að Bouvier eignaðist verkið daginn fyrir söluna fyrir aðeins 83 milljónir dollara. Rybolovlev virðist þannig hafa verið ósáttur við verðið sem hann greiddi, þrátt fyrir að hafa hagnast gríðarlega þegar hann seldi verkið aðeins fjórum árum síðar. Lögmenn hans segja dómsmálinu hafa verið ætlað að varpa ljósi á ógegnsæi á markaðnum með listaverk. Upphaflega höfðaði Rybolovlev málið gegn Sotheby's vegna fimmtán verka, meðal annars eftir Pablo Picasso og Auguste Rodin. Dómurinn samþykkti þó aðeins að taka fyrir sölu fjögurra þeirra en þar var um að ræða, auk Salvator Mundi, verk eftir Gustav Klimt, Rene Magritte og Amedeo Modigliani. Krónprinsinn í Sádi Arabíu keypti Salvator Mundi upphaflega til að setja það upp í nýju Louvre-galleríi í Abu Dabí. Það hefur hins vegar ekki sést opinberlega eftir að efasemdir vöknuðu um að Leonardo da Vinci væri raunverulegur höfundur þess. Myndlist Bandaríkin Tengdar fréttir Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Ásakanirnar vörðuðu bæði Sotheby's og svissneska listaverkasalann Yves Bouvier. Bouvier segist alsaklaus í málinu en gerði engu að síður sátt við Rybolovlev. Málið er um margt forvitnilegt en það varðar meðal annars málverkið Salvator Mundi, sem seldist á metverði á uppboði hjá Christie's árið 2017 þegar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, keypti verkið af Rybolobleb á 450,3 milljónir dollara. Sjálfur keypti Rybolovlev verkið af Bouvier á 127,5 milljónir dollara árið 2013 en virðist hafa orðið ósáttur þegar hann komst að því að Bouvier eignaðist verkið daginn fyrir söluna fyrir aðeins 83 milljónir dollara. Rybolovlev virðist þannig hafa verið ósáttur við verðið sem hann greiddi, þrátt fyrir að hafa hagnast gríðarlega þegar hann seldi verkið aðeins fjórum árum síðar. Lögmenn hans segja dómsmálinu hafa verið ætlað að varpa ljósi á ógegnsæi á markaðnum með listaverk. Upphaflega höfðaði Rybolovlev málið gegn Sotheby's vegna fimmtán verka, meðal annars eftir Pablo Picasso og Auguste Rodin. Dómurinn samþykkti þó aðeins að taka fyrir sölu fjögurra þeirra en þar var um að ræða, auk Salvator Mundi, verk eftir Gustav Klimt, Rene Magritte og Amedeo Modigliani. Krónprinsinn í Sádi Arabíu keypti Salvator Mundi upphaflega til að setja það upp í nýju Louvre-galleríi í Abu Dabí. Það hefur hins vegar ekki sést opinberlega eftir að efasemdir vöknuðu um að Leonardo da Vinci væri raunverulegur höfundur þess.
Myndlist Bandaríkin Tengdar fréttir Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22
Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16