Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:01 Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin er talinn eiga eingöngu nokkra mánuði ólifaða. AP/Dan Kraker Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira