Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:01 Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin er talinn eiga eingöngu nokkra mánuði ólifaða. AP/Dan Kraker Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira