Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 14:53 Hildur vill að meiri þungi sé settur í leikskólamálin. Fólk eigi að geta gengið að áreiðanlegri þjónustu. Vísir/Ívar Fannar Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. Heilsdagslokanir höfðu áhrif á alls 841 leikskólabarn en aðrar þjónustuskerðingar höfðu áhrif á 2.038 börn. Það eru alls 2.879 börn. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. september til 24. nóvember. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun vegna fáliðunar. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag. Alls er um að ræða 18 leikskóla sem þurftu á einhverjum tímapunkti í heilan dag. Það er misjafnt hversu mörg börn það hafði áhrif á en það er allt frá tveimur upp í 160. Í 33 leikskólum var svo lokað hluta úr degi á tímabilinu. Það hafði í hverjum leikskóla áhrif á ólíkan fjölda barna en hann er allt frá fimm upp í 212. Tveir skólar fóru í tímabundna skipulagða fáliðun, Sæborg lokaði hverri deild einn dag í viku í fimm vikur og Hagaborg stytti opnunartíma alla daga í tvær vikur. „Þetta er enn ein birtingarmynd leikskólavandans í Reykjavík. Það er mikill fjallað um biðlistavandann enda eru margir sem finna fyrir honum en maður heyrir ekkert síður í foreldrum sem eru komnir með börnin sín inn á leikskóla en eru að verða mikið fyrir þjónustuskerðingum vegna fáliðunar á leikskóladeildum,“ segir Hildur og að þess vegna hafi hún kallað eftir þessum upplýsingum. Hún segir fjöldann sem þurfti að líða slíkar skerðingar koma bæði á óvart og ekki. „Leikskólavandinn er þannig tvíþættur. Það er annars vegar áskorunin að komast inn og svo þegar þú hefur loks komið barninu inn mæta þér þjónustuskerðingar. Það sem manni finnst ergilegt er að núverandi borgarstjóri, og nú líka Einar Þorsteinsson, stæra sig mikið af því að leikskólarnir séu ódýrastir í Reykjavík. En ég myndi miklu frekar vilja sjá metnaðinn liggja í því að leikskólarnir væru bestir í Reykjavík. Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Myndin er tekin á mótmmælum foreldra vegna langra biðlista á leikskóla. Vísir/Vilhelm Hildur segir að hennar mati vanti meiri metnað í leikskólaþjónustuna. Það þurfi að stytta biðlista og bæta þjónustuna við þau sem eru komin inn. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ítrekað talað fyrir fleiri valkostum fyrir fólk þegar fæðingarorlofi lýkur eins og heimgreiðslum og sterkara dagforeldrakerfi en ef fólk kjósi að setja börnin í leikskóla þá verði þjónustan að vera í lagi. Ætti þetta bara aldrei að gerast eða eru einhverjar aðstæður sem eru skiljanlegar? „Auðvitað í fullri sanngirni getur þetta komið fyrir. En það getur verið áhugavert að bera starfsemi leikskóla saman við grunnskóla. Það er ekkert foreldri sex ára barns sem fær bréf um að barnið komist ekki inn í skólann fyrr en í öðrum eða þriðja bekk vegna manneklu. Þá er varla nokkur sem fær póst um að grunnskólabarn þurfi að vera heima og kennsla falli niður vegna manneklu. Þau redda bara forfallakennurnum,“ segir Hildur og það vanti þennan sama þunga í leikskólastarfið. Hildur, Dagur og Einar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar 2022. Vísir/Vilhelm Hún segir auðvitað margar ástæður fyrir þessu og að það megi rekja til þess að það sé skólaskylda í grunnskóla en ekki leikskóla. „Það er auðvitað skýringin á málinu en þetta er samt ágætis samanburður.“ Hún segir ekkert endilega lausnina að allir fari í leikskóla 12 mánaða. Það vilji það ekki allir foreldrar og sú lausn henti ekki öllum börnum. Auk þess kosti það borgina um 400 þúsund krónur á mánuði að taka við svo ungu barni í leikskóla. „Þetta er gríðarlega dýr þjónusta og það gæti falist ákveðin hagkvæmni í því að bjóða heimgreiðslur til þeirra sem hafa áhuga á að vera aðeins lengur heima.“ Fjölbreyttar áherslur í mönnun Hvað varðar manneklu á leikskólum segir Hildur að vandinn sé margþættur. Það útskrifist enn of fáir árlega úr leikskólakennarafræðum en að henni finnist Reykjavíkurborg ganga verr en öðrum sveitarfélögum að ná þessu fólk til sín. „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. Ég hef sjálf farið með nokkur börn í gegnum leikskólakerfið og oft eru það eftirminnilegustu starfsmennirnir, ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna,“ segir Hildur. Hún nefnir sem dæmi Omar Salama, sem fór að vinna á Laufásborg árið 2009. Það hafi verið mikill fengur fyrir skólann, hann hafi kennt börnunum skák og nú fari þau í reglulegar keppnisferðir erlendis. „Fólk getur komið inn í starfið með fjölbreytta styrkleika óháð því hvort það sé búið að ljúka þessu námi. Auðvitað er mikilvægt að vera með fagmenntað starfsfólk en við megum ekki tala niður allt hitt fólkið sem ber leikskólastarfið að miklu leyti uppi. Sem kemur oft með nýja og mikilvæga þekkingu og reynslu í starfið.“ Engar lokanir í Kópavogi Hildur bendir á í þessu samhengi að Kópavogsbær hafi í desember birt tölur um leikskólalokanir vegna veikinda en á haustönn þurfti enginn leikskóli að loka deildum. Það var töluverð breyting frá því skólaárinu áður þegar loka þurfti deildum í 212 daga. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík og tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Vísir/Vilhelm „Þeim tókst með tilteknum aðgerðum að búa svo vel að sínu starfsfólki og skipulagi leikskólastarfsins að ekki þurfti að loka vegna veikinda eða fáliðunar. Við sjáum þannig að sveitarfélögin í kringum okkur eru að gera þetta betur.“ En hvernig ætti meirihlutinn að bregðast við? „Ég vil að það sé settur meiri þungi í þessi leikskólamál. Það er allt of oft sem sett eru fram kosningaloforð í aðdraganda kosninga en svo eru málin ekki forgangsmál þegar farið er af stað í kjörtímabilið. Nú erum við með borgarstjóra sem er að hætta eftir langa setu í stóli borgarstjóra. Málefni grunnskóla og leikskóla hafa aldrei verið hans áherslumál og við sjáum afleiðingarnar. Skólastarf hefur orðið fyrir töluverðu raski vegna viðhaldsvanda í leik- og grunnskólum, biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast milli ára, þjónusta er skert vegna fáliðunar og árangur í PISA er algjörlega óviðunandi. Eina leiðin til að leysa þetta er að setja málefni barna í algjöran forgang. Það mál líka alveg halda því til haga að leikskólamálin skipta máli fyrir fjölmarga hópa samfélagsins, fyrir ungt fjölskyldufólk, ömmur og afa, atvinnurekendur sem endurheimta starfsfólk seint eftir barneignir og áfram mætti telja. Leikskólamálin eru jafnframt mikilvægustu jafnréttismálin sem við fáumst við í borginni. Það er löngu kominn tími á að laga þetta.“ Ertu ekkert vongóð um að Einar leysi öðruvísi úr þessu? „Ég er alltaf bjartsýn og til í að gefa nýju fólki sjéns. Framsóknarflokkurinn hefur samt sem áður haldið utan um skóla- og frístundamálin á þessu kjörtímabili og því miður hefur ekkert breyst til batnaðar. Biðlistar í leikskóla hafa lengst haust frá hausti og meðalaldur barna hækkað við inntöku. Því miður hefur þeim ekki tekist að framkvæma neinar jákvæðar breytingar. En ég gefst ekki upp og er til í að leggja mitt af mörkum til að bæta úr stöðunni.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Heilsdagslokanir höfðu áhrif á alls 841 leikskólabarn en aðrar þjónustuskerðingar höfðu áhrif á 2.038 börn. Það eru alls 2.879 börn. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. september til 24. nóvember. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun vegna fáliðunar. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag. Alls er um að ræða 18 leikskóla sem þurftu á einhverjum tímapunkti í heilan dag. Það er misjafnt hversu mörg börn það hafði áhrif á en það er allt frá tveimur upp í 160. Í 33 leikskólum var svo lokað hluta úr degi á tímabilinu. Það hafði í hverjum leikskóla áhrif á ólíkan fjölda barna en hann er allt frá fimm upp í 212. Tveir skólar fóru í tímabundna skipulagða fáliðun, Sæborg lokaði hverri deild einn dag í viku í fimm vikur og Hagaborg stytti opnunartíma alla daga í tvær vikur. „Þetta er enn ein birtingarmynd leikskólavandans í Reykjavík. Það er mikill fjallað um biðlistavandann enda eru margir sem finna fyrir honum en maður heyrir ekkert síður í foreldrum sem eru komnir með börnin sín inn á leikskóla en eru að verða mikið fyrir þjónustuskerðingum vegna fáliðunar á leikskóladeildum,“ segir Hildur og að þess vegna hafi hún kallað eftir þessum upplýsingum. Hún segir fjöldann sem þurfti að líða slíkar skerðingar koma bæði á óvart og ekki. „Leikskólavandinn er þannig tvíþættur. Það er annars vegar áskorunin að komast inn og svo þegar þú hefur loks komið barninu inn mæta þér þjónustuskerðingar. Það sem manni finnst ergilegt er að núverandi borgarstjóri, og nú líka Einar Þorsteinsson, stæra sig mikið af því að leikskólarnir séu ódýrastir í Reykjavík. En ég myndi miklu frekar vilja sjá metnaðinn liggja í því að leikskólarnir væru bestir í Reykjavík. Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Myndin er tekin á mótmmælum foreldra vegna langra biðlista á leikskóla. Vísir/Vilhelm Hildur segir að hennar mati vanti meiri metnað í leikskólaþjónustuna. Það þurfi að stytta biðlista og bæta þjónustuna við þau sem eru komin inn. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ítrekað talað fyrir fleiri valkostum fyrir fólk þegar fæðingarorlofi lýkur eins og heimgreiðslum og sterkara dagforeldrakerfi en ef fólk kjósi að setja börnin í leikskóla þá verði þjónustan að vera í lagi. Ætti þetta bara aldrei að gerast eða eru einhverjar aðstæður sem eru skiljanlegar? „Auðvitað í fullri sanngirni getur þetta komið fyrir. En það getur verið áhugavert að bera starfsemi leikskóla saman við grunnskóla. Það er ekkert foreldri sex ára barns sem fær bréf um að barnið komist ekki inn í skólann fyrr en í öðrum eða þriðja bekk vegna manneklu. Þá er varla nokkur sem fær póst um að grunnskólabarn þurfi að vera heima og kennsla falli niður vegna manneklu. Þau redda bara forfallakennurnum,“ segir Hildur og það vanti þennan sama þunga í leikskólastarfið. Hildur, Dagur og Einar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar 2022. Vísir/Vilhelm Hún segir auðvitað margar ástæður fyrir þessu og að það megi rekja til þess að það sé skólaskylda í grunnskóla en ekki leikskóla. „Það er auðvitað skýringin á málinu en þetta er samt ágætis samanburður.“ Hún segir ekkert endilega lausnina að allir fari í leikskóla 12 mánaða. Það vilji það ekki allir foreldrar og sú lausn henti ekki öllum börnum. Auk þess kosti það borgina um 400 þúsund krónur á mánuði að taka við svo ungu barni í leikskóla. „Þetta er gríðarlega dýr þjónusta og það gæti falist ákveðin hagkvæmni í því að bjóða heimgreiðslur til þeirra sem hafa áhuga á að vera aðeins lengur heima.“ Fjölbreyttar áherslur í mönnun Hvað varðar manneklu á leikskólum segir Hildur að vandinn sé margþættur. Það útskrifist enn of fáir árlega úr leikskólakennarafræðum en að henni finnist Reykjavíkurborg ganga verr en öðrum sveitarfélögum að ná þessu fólk til sín. „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. Ég hef sjálf farið með nokkur börn í gegnum leikskólakerfið og oft eru það eftirminnilegustu starfsmennirnir, ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna,“ segir Hildur. Hún nefnir sem dæmi Omar Salama, sem fór að vinna á Laufásborg árið 2009. Það hafi verið mikill fengur fyrir skólann, hann hafi kennt börnunum skák og nú fari þau í reglulegar keppnisferðir erlendis. „Fólk getur komið inn í starfið með fjölbreytta styrkleika óháð því hvort það sé búið að ljúka þessu námi. Auðvitað er mikilvægt að vera með fagmenntað starfsfólk en við megum ekki tala niður allt hitt fólkið sem ber leikskólastarfið að miklu leyti uppi. Sem kemur oft með nýja og mikilvæga þekkingu og reynslu í starfið.“ Engar lokanir í Kópavogi Hildur bendir á í þessu samhengi að Kópavogsbær hafi í desember birt tölur um leikskólalokanir vegna veikinda en á haustönn þurfti enginn leikskóli að loka deildum. Það var töluverð breyting frá því skólaárinu áður þegar loka þurfti deildum í 212 daga. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík og tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Vísir/Vilhelm „Þeim tókst með tilteknum aðgerðum að búa svo vel að sínu starfsfólki og skipulagi leikskólastarfsins að ekki þurfti að loka vegna veikinda eða fáliðunar. Við sjáum þannig að sveitarfélögin í kringum okkur eru að gera þetta betur.“ En hvernig ætti meirihlutinn að bregðast við? „Ég vil að það sé settur meiri þungi í þessi leikskólamál. Það er allt of oft sem sett eru fram kosningaloforð í aðdraganda kosninga en svo eru málin ekki forgangsmál þegar farið er af stað í kjörtímabilið. Nú erum við með borgarstjóra sem er að hætta eftir langa setu í stóli borgarstjóra. Málefni grunnskóla og leikskóla hafa aldrei verið hans áherslumál og við sjáum afleiðingarnar. Skólastarf hefur orðið fyrir töluverðu raski vegna viðhaldsvanda í leik- og grunnskólum, biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast milli ára, þjónusta er skert vegna fáliðunar og árangur í PISA er algjörlega óviðunandi. Eina leiðin til að leysa þetta er að setja málefni barna í algjöran forgang. Það mál líka alveg halda því til haga að leikskólamálin skipta máli fyrir fjölmarga hópa samfélagsins, fyrir ungt fjölskyldufólk, ömmur og afa, atvinnurekendur sem endurheimta starfsfólk seint eftir barneignir og áfram mætti telja. Leikskólamálin eru jafnframt mikilvægustu jafnréttismálin sem við fáumst við í borginni. Það er löngu kominn tími á að laga þetta.“ Ertu ekkert vongóð um að Einar leysi öðruvísi úr þessu? „Ég er alltaf bjartsýn og til í að gefa nýju fólki sjéns. Framsóknarflokkurinn hefur samt sem áður haldið utan um skóla- og frístundamálin á þessu kjörtímabili og því miður hefur ekkert breyst til batnaðar. Biðlistar í leikskóla hafa lengst haust frá hausti og meðalaldur barna hækkað við inntöku. Því miður hefur þeim ekki tekist að framkvæma neinar jákvæðar breytingar. En ég gefst ekki upp og er til í að leggja mitt af mörkum til að bæta úr stöðunni.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira