Árið 2023 í myndum: Skjálftar á skjálfta ofan Hólmfríður Gísladóttir og Vilhelm Gunnarsson skrifa 2. janúar 2024 08:47 Ljósmyndarar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fönguðu árið í myndum. Það var titringur víða í samfélaginu árið 2023. Hatrammar kjaradeilur settu mark sitt á árið og tekist var á um hvalveiðar, útlendingamál og valdheimildir lögreglu, svo eitthvað sé nefnt. Verðbólgan setti strik í reikninginn bæði hjá almenningi og innan stjórnkerfisins. Þá gustaði um Seðlabankastjóra, sem sætti harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Á stjórnarheimilinu reyndist ágreiningur um fjölda mikilvægra mála og djúp sár mynduðust, sem enn leikur vafi á um að muni gróa um heilt. Þyngst var árið þó vafalaust hjá Grindvíkingum, sem bjuggu á tímabili við nær stöðuga skjálfta, stóra og smáa. Þar mynduðu hræringarnar djúpar og varanlegar sprungur, ef ekki í bænum sjálfum þá í sálarlífi bæjarbúa, sem vita ekki enn hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvað sem á dundi í samfélaginu voru ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar á vettvangi og fönguðu bæði það sem fyrir augu bar og ekki síður það sem stundum er erfitt að sjá. Stórkostlegt sjónarspil náttúrunnar, örvæntingu, gleði og sorg. Jarðhræringar, rýming og gos Það má segja að við byrjum á öfugum enda en jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga voru fyrirferðamikil í fréttum seinni hluta ársins. Áður gaus þó um mitt sumar, við Litla-Hrút, á milli Keilis og Fagradalsfjalls.Vísir/Vilhelm Upphaflega gaus á um 900 metra langri sprungu en þegar gosinu lauk 26 dögum eftir að það hófst var aðeins einn gígur virkur.Vísir/Vilhelm Aðgengi að umræddu gosi var erfiðara en þegar gaus við Fagradalsfjall og var lokað að gosinu á kvöldin og nóttunni.Vísir/ívar Eldgosið við Litla-Hrút hafði í för með sér mesta mosabruna sem vitað er um hérlendis og slökkvliðsmenn unnu að því myrkrana á milli að halda gróðureldunum niðri. Til þess var meðal annars notuð þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Arnar Mikil skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í nóvember og voru skjálftarnir svo stórir og tíðir að íbúum stóð ekki á sama. Aðfaranótt 9. nóvember höfðu sumir pakkað í töskur og létu hótelgestir í Bláa lóninu sækja sig þaðan.Vísir/Vilhelm Nokkuð tjón varð á innanstokksmunum til að byrja með. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Neyðarstigi var lýst yfir 10. nóvember og Grindavík rýmd daginn eftir. Þegar menn snéru aftur inn í bæinn blöstu víða við gríðarlegar skemmdir á innviðum.Vísir/Vilhelm Ótrúleg sjón blasti við þegar drónar fréttastofu fóru á loft, þar sem miklar sprungur blöstu við.Vísir/Einar Bærinn var mannlaus um tíma. Þann 12. nóvember tilkynnti Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar og íbúi í Grindavík, að hann ætlaði að stíga tímabundið til hliðar sem formaður til að sinna fjölskyldu sinni. Hann stóð þó áfram vaktina og gaf fjölmiðlum upplýsingar um stöðu mála í bænum.Vísir/Vilhelm Vísindamenn og viðbragðsaðilar fylgdust vel með þróun mála og mögulegum kvikuhreyfingum. Áhættumat var gefið út en ákveðið að hleypa fólki heim í hópum til að bjarga nauðsynjum og tilfinningalegum verðmætum.Vísir/Vilhelm Einn mátti fara úr hverri fjölskyldu, í fylgd björgunarsveitarmanna, og fékk aðeins nokkrar mínútur á heimilinu.Vísir/Vilhelm Vegagerðin greip til þess ráðs að líma yfir nöfn Grindavíkur og Bláa lónsins á vegamerkingum, íbúum til nokkurs ama. Þótti þeim óhugnanlegt að bærinn væri „þurrkaður út“ með þessum hætti. Tilfinninguna mátti ekki síst rekja til þess að nokkur óvissa var uppi um hvort og þá hvenær fólk fengi að snúa aftur en ekki var talið ómögulegt að gjósa myndi nærri bænum.Vísir/Vilhelm Vinna hófst við varnargarða, fyrst og fremst til að verja orkuinnviði í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Eftir miklar vangaveltur um eldgos eða ekki eldgos og háværar kröfur um að íbúar fengju að snúa aftur heim fyrir jól, hófst gos rétt fyrir klukkan 23 þann 18. desember. Gosið hófst í kjölfar skjálftahrinu við Sundhnúkagíga sem hófst skyndilega um klukkan 21. Í fyrstu gaus á um fjögurra kílómetra langri sprungu og var áætlað hraunflæði um 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu.Vísir/Vilhelm Líkt og fyrri daginn heillaði kyngikraftur náttúrunnar bæði heimamenn og aðkomandi.Vísir/RAX Fólk var strax beðið um að halda sig fjarri og stöðva ekki bifreiðar sínar á Reykjanesbraut. Gosinu missti fljótt mátt sinn og lauk aðeins þremur dögum eftir að það hófst. Þeim íbúum sem vildu var heimilað að vera heima um jólin.Vísir/Einar Sakamál og önnur verkefni viðbragðsaðila Að minnsta kosti tvö fordæmalaus lögreglu- og dómsmál komu upp á árinu en annað var „hryðjuverkamálið“ svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk. Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru handteknir 21. september og lagði lögregla hald á mikið magn skotvopna og skotfæra. Sindri var ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum Sindra. Voru þeir meðal annars sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða þingmenn og verkalýðsforingja. Héraðsdómur vék málinu frá en Landsréttur felldi þá ákvörðun úr gildi.Vísir/Hulda Hitt málið var kennt við Bankastræti Club en þar réðust á þriðja tug manna á þrjá menn, meðal annars með hnífum. Vegna fjölda sakborninga í málinu var gripið til þess ráðs að flytja réttarhöldin í veislusalinn í Gullhömrum. Alexander Máni Björnsson var ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps og hlaut sex ára fangelsisdóm. Einn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, annar í átta mánaða fangelsi og þriðji í fjögurra mánaða fangelsi. Þá voru nokkrir dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu felstra frestað.Vísir/Vilhelm Hvalveiðar voru gríðar fyrirferðamiklar í fjölmiðlum á árinu og í byrjun september vöknuðu landsmenn við fregnir af því að mótmælendur hefðu komið sér fyrir í möstrum Hvals 8 og Hvals 9, sem þá lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou vörðu um einum og hálfum sólahring í möstrunum áður en þær komu niður en þær voru afar ósáttar við framgöngu lögreglu. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði Anahita. Bátarnir lögðu til veiða daginn eftir.Vísir/Arnar Tugir slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila barðist við gróðurelda nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í mars en um var að ræða umfangsmikinn sinubruna. Nokkur hús voru í hættu um tíma og urðu skúr og bifreið eldinum að bráð.Vísir/Einar Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar nokkur snjóflóð féllu á Neskaupsstað í Norðfirði í mars. Eitt þeirra fór beint á íbúðahús í bænum og braut sér leið inn um svefnherbergisglugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ sagði Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir um uppifun móður sinnar. Snjóflóðin vöktu nokkurn ugg hjá íbúum, sem sögðu þau áminningu um mannskæðar hamfarir fortíðar. Gripið var til rýmingar vegna flóðahættu, á Neskaupsstað, í Eskifirði og víðar.Vísir/Sigurjón Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í svefnherbergi Kristófers Adam Stefánssonar í febrúar. Upptök eldsvoðans var hleðslutæki sem skilið var eftir í rúminu og missta Kristófer nær allar sínar eigur í brunanum. Sem betur fór komst þó kettlingurinn Leó lífs af.Vísir/Egill Útlendinga- og kjaramál Fjöldi mála er tengdust flóttamönnum og hælisleitendum rötuðu í fjölmiðla á árinu en meðal þeirra var mál Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Hussein og fjölskylda voru flutt af landi brott í nóvember 2022 og vakti framkvæmdin mikla athygli, ekki síst þar sem myndskeið náðist af lögreglu lyfta honum úr hjólastól og setja inn í bíl. Máli Hussein var ekki lokið þegar hann var fluttur á brott en héraðsdómur Reykjavíkur komst seinna að þeirri niðurstöðu að ákvörðun kærunefndar útlendingamála að synja fjölskyldinni um endurupptöku hefði verið ólögmæt. Fjölskyldan snéri aftur til landsins frá Grikklandi seinna í nóvember 2022 en 3. desember síðastliðinn var greint frá því að Hussein hefði yfirgefið landið ásamt fjölskyldun sinni, sem hafði þá verið vísað á brott. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ sagði vinkona fjölskyldunnar.Vísir/Vilhelm Blessing Newton var meðal þeirra flóttamanna sem voru sviptir öllum réttindum eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á grundvelli nýrra útlendingalaga. Upp kom ófremdarástand, þar sem hvorki ríki né sveitarfélög virtust undir það búin að fólkið lenti á götunni. Blessing sagðist hafa þráspurt lögreglu um það hvað hún ætti nú að gera. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála staðfesti í september álit Útlendingastofnunar um að heimilt væri að synja einstaklingum frá Venesúela um alþjóðlega vernd jafnvel þótt yfirvöld hefðu áður ákveðið að ríkisborgurum landsins skýldi veitt sérstök viðbótarvernd. Skömmu síðar voru 180 fluttir til Caracas en dómsmálaráðherra sagðist gera ráð fyrir að flytja þyrfti um 1.500 manns úr landi vegna ákvörðunar nefndarinnar. Efnt var til mótmæla við Hallgrímskirkju. „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ sagði Zarkis Abraham.Vísir/Vilhelm Það urðu fagnaðarfundir þegar Hodman Omar, 40 ára, fékk börnin sín átta til Íslands eftir fjögurra ára aðskilnað. Omar er gift íslenskum manni en hún neyddist til að flytja heimili sitt í Mogadishu í Sómalíu undan hryðjuverkasamtökunum al-Shaba. Börnin eru á aldrinum sex til sautján ára og voru að vonum glöð að hitta móður sína á ný.Vísir/Vilhelm Það var þungskýjað í kjaramálunum á árinu líkt og fyrri ár og mikið um vendingar. Efling og BSRB fóru í verkfallsaðgerðir og fjöldi stétta setti sig í stellingar. Rífleg launahækkun æðstu embættismanna vakti mikla reiði en laun ráðherra og Seðlabankastjóra hækkuðu um 130 til 156 þúsund í júlí. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Meirihluti félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins samþykktu miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í mars en þá hafði öllum verkföllum og verkbönnum verið frestað. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði baráttuna hins vegar rétt að hefjast og að kjaradeilurnar hefðu afhjúpað „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún. Titringur innan verkalýðshreyfingarinnar hélt áfram; Efling sagði sig meðal annars úr Starfsgreinasambandinu og þá var barist um formannssætið hjá VR, sem féll aftur í skaut Ragnars Þórs Ingólfssonar.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA þegar deilan var komin í rembihnút. Landsréttur hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki heimild til að krefjast félagatals Eflingar til að efna til atkvæðagreiðslu um afar umdeilda miðlunartillögu, sem lögð var fram af Aðalsteini Leifssyni, þáverandi ríkissáttasemjara. Ástráður sigldi viðræðunum í höfn og niðurstaðan var skammtímakjarasamningur. Aðalsteinn ákvað að láta af störfum og tók Ástráður við sem settur ríkissáttasemjari 1. júní. Einum og hálfum mánuði seinna var hann formlega skipaður í embættið til fimm ára.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, andlit þeirra út á við og óvinur verkalýðshreyfingarinnar númer 1 tilkynnt í mars að hann hefði ákveðið að láta af störfum. Halldór, sem hafði þá starfað hjá SA í sjö ár, greindi einnig frá því að hann myndi taka við nýju starfi sem forstjóri Regins á sumarmánuðum. Það tók SA nokkurn tíma að finna nýjan framkvæmdastjóra en á endanum varð Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, fyrir valinu.Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra á árinu, líkt og árið í fyrra. Hann sætti gagnrýni úr ýmsum áttum, ekki síst vegna ákvarðana um að halda stýrivöxtum háum. Þá var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um yfirstandandi kjaradeilur og nauðsyn hóflegra launahækkana. „Það er náttúrlega magnað að verða vitni að þessu viðvarandi stéttastríði Seðlabankans gagnvart láglaunafólki. Tilveruskilyrði láglaunafólks voru erfið, nú enn erfiðari,“ sagði Sólveig Anna, formaður Eflingar, í maí. Ásgeir komst einnig í fréttirnar fyrir ummæli sín um ríkissáttasemjara, sem hann sagði hafa freistað þess að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Stjórnmálin Það mæddi mikið á ríkisstjórninni á árinu en hún sætti ekki aðeins árásum stjórnarandstöðunnar og almennings heldur var hart barist á stjórnarheimilinu. Skýr málefnamunur kom í ljós á landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og stefna flokkanna alls ólík í fjölda mála. Fylgi Vinstri grænna virtist í frjálsu falli samkvæmt skoðanakönnunum og leiðtogar ríkisstjórnarinnar mældust síður en svo vinsælir. Innan Sjálfstæðisflokksins höfðu margir uppi efasemdir um ágæti samstarfsins við VG en þar fóru fremstir í flokki Jón Gunnarsson og Arnar Þór Jónsson, sem boðaði skipbrot og klofning. Þá sáust skrámur á margumræddri teflon-húð formannsins, Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Það þótti nokkuð grátbroslegt þegar boðað var til nokkurs konar hópeflis stjórnarflokkana á Þingvöllum í október og þingmenn sáust bera bjór með sér.Vísir/Vilhelm Stund milli stríða? Það fór vel á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði fundinn.Vísir/Vilhelm Fyrri hluta árs veltu menn því fyrir sér hvenær, og stundum hvort, Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var lengi vel þögull sem gröfin um málið og vakti það vangaveltur um það hvort umfangsmeiri breytingar yrðu gerðar á ríkisstjórninni. Að lokum fór svo að Guðrún tók við lykunum í júní en Jón, sem hafði meðal annars sætt gagnrýni fyrir framgöngu sína í útlendingamálum og fyrir að vopna lögreglumenn með rafbyssum, fór ekki hljóðlaust. Jón sagði Vinstri græn skorta heilindi og að flokkurinn hefði gert kröfu um að hann viki úr ríkisstjórninni. Þá sagði hann Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa brotið lög í hvalveiðimálinu. „Hann er augljós, Jón Gunnarsson er karl og ég er kona,“ sagði Guðrún spurð um muninn á þeim tveimur.Vísir/Vilhelm „Loksins!“ hugsaði margur þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í október að hann hefði ákveðið að segja af sér sem fjármálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði „brostið hæfi“ til að samþykkja söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var meðal kaupenda. Gagnrýnendur Bjarna, sem höfðu fylgst með honum dusta af sér hvert hneykslismálið á fætur öðru í mörg ár, voru þó ekki lengi í Paradís en eftir að hafa axlað ábyrgð sem fjármálaráðherra þrammaði Bjarni beint inn í utanríkisráðuneytið og tók við lyklavöldum þar. Hann gerði sér svo lítið fyrir og lauk árinu með því að tilnefna einn nánasta bandamann sinn til margra ára sem sendiherra í Washington. „Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Ríkisstjórn Katrínar og Bjarna leggur sína dauðu hönd yfir utanríkisþjónustuna,“ varð Illuga Jökulssyni að orði.Vísir/Vilhelm Þegar leið á aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa í kjölfar árása Hamas og gíslatöku urðu þær raddir sífellt háværari sem kölluðu eftir fordæmingu Íslands gegn Ísrael og jafnvel slitum á formlegum samskiptum. Þá vakti það mikla reiði að Ísland skyldi sitja hjá þegar atkvæði voru greidd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um tillögu um ákall eftir mannúðarhléi á átökunum. Ríkisstjórnin var sögð samstíga í málinu en það vakti óneitanlega athygli að svo virtist sem forsætisráðherra hefði ekki verið upplýst um afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslunni fyrr en seint og síðar meir.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gantast á góðri stundu. Þarna voru þau að reyna að greina hvort ráðherrabíllinn sem var að renna í hlað væri þeirra bíll eða hvort hann tilheyrði öðrum.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir og sennilega er ég ein af þeim,“ sagði Inga Sæland um myndband af hvalveiðum sem sýnt var á fundi atvinnuveganefndar í júní. Myndir höfðu þá náðst af því hvernig tilfinningarnar báru Ingu ofurliði á fundinum og hún grét.Vísir/Vilhelm Héðan og þaðan Biðlistar og verkföll settu strik í reikninginn hjá foreldrum leikskólabarna árið 2023. Foreldrar barna á biðlistum í höfuðborginni efndu til mótmæla í ráðhúsinu en borgaryfirvöld voru sökuð um innantóm loforð um bót og betrun. „Borgarstjórnin þarf bara að geta gefið foreldrum einhver svör, einhver svör um hvernig á að brúa þetta bil eins og þau hafa alltaf verið að tala um. Fæðingarorlofi lýkur við tólf mánuði en núna er meðalinntökualdur barna 20 mánuðir þannig þetta eru átta mánuðir að meðaltali sem að þarf að brúa. Hvernig eiga foreldrar að fara að í þann tíma?“ spurði Thelma Björk Wilson í samtali við fréttastofu.Vísir/Vilhelm Veðrið og auknar veðuröfgar rötuðu reglulega í fréttirnar og áminningar um að ganga frá trampólínum og öðrum lausamunum voru tíðar. Stundum var veðurofsinn þó þannig að jafnvel bifreiðar og tengivagnar máttu sín lítils og fór þetta hjólhýsi í Kópavogi meðal annars á hliðina.Vísir/Steingrímur Dúi Lögregla áætlaði að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hefðu tekið þátt í Kvennaverkfalli sem boðað var til í október. „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti þá erum það við,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem var meðal þeirra sem lögðu niður störf. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áréttaði í grein sem birtist á Vísi að ekki hefði verið um að ræða „uppskeruhátíð“. „Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum,“ sagði hún meðal annars.Vísir/Vilhelm Miðborg Reykjavíkur var allt að því lokað þegar Leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. Hart var deild um vopnakaup lögreglu fyrir fundinn og mörgum spurningum enn ósvarað.Vísir/Vilhelm Guðbergur Bergsson rithöfundur lést í byrjum september. Guðbergur var bæði ástsæll og umdeildur og efnt var til íburðarmikillar kveðjuathafnar í Hörpu, sem var lýst sem „síðasta listaverki“ Guðbergs. Guðbergur var lagður til hvílu í eldrauðri kistu og á myndinni sést sambýlismaður hans Guðni Þorbjörnsson kveðja hann í hinsta sinn.Vísir/Vilhelm Vonskuveður í Reynisfjöru.Vísir/RAX Líkt og síðust ár hófst jólaverslunin með stóru útsöludögunum í nóvember; Svörtum föstudegi, Stafrænum mánudegi og Degi einhleypra. Í lok mánaðar myndaðist svo óvænt örtröð í Kringlunni þegar ný Gina Tricot verslun var opnuð með pompi og prakt.Vísir/Hulda Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, áttu stefnumót morguninn 9. nóvember og voru einstaklega falleg og friðsæl sjón.Vísir/Vilhelm Ljósmyndun Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Seðlabankinn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hnífstunguárás á Bankastræti Club Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Kvennaverkfall Veður Slökkvilið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Verðbólgan setti strik í reikninginn bæði hjá almenningi og innan stjórnkerfisins. Þá gustaði um Seðlabankastjóra, sem sætti harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Á stjórnarheimilinu reyndist ágreiningur um fjölda mikilvægra mála og djúp sár mynduðust, sem enn leikur vafi á um að muni gróa um heilt. Þyngst var árið þó vafalaust hjá Grindvíkingum, sem bjuggu á tímabili við nær stöðuga skjálfta, stóra og smáa. Þar mynduðu hræringarnar djúpar og varanlegar sprungur, ef ekki í bænum sjálfum þá í sálarlífi bæjarbúa, sem vita ekki enn hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvað sem á dundi í samfélaginu voru ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar á vettvangi og fönguðu bæði það sem fyrir augu bar og ekki síður það sem stundum er erfitt að sjá. Stórkostlegt sjónarspil náttúrunnar, örvæntingu, gleði og sorg. Jarðhræringar, rýming og gos Það má segja að við byrjum á öfugum enda en jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga voru fyrirferðamikil í fréttum seinni hluta ársins. Áður gaus þó um mitt sumar, við Litla-Hrút, á milli Keilis og Fagradalsfjalls.Vísir/Vilhelm Upphaflega gaus á um 900 metra langri sprungu en þegar gosinu lauk 26 dögum eftir að það hófst var aðeins einn gígur virkur.Vísir/Vilhelm Aðgengi að umræddu gosi var erfiðara en þegar gaus við Fagradalsfjall og var lokað að gosinu á kvöldin og nóttunni.Vísir/ívar Eldgosið við Litla-Hrút hafði í för með sér mesta mosabruna sem vitað er um hérlendis og slökkvliðsmenn unnu að því myrkrana á milli að halda gróðureldunum niðri. Til þess var meðal annars notuð þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Arnar Mikil skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í nóvember og voru skjálftarnir svo stórir og tíðir að íbúum stóð ekki á sama. Aðfaranótt 9. nóvember höfðu sumir pakkað í töskur og létu hótelgestir í Bláa lóninu sækja sig þaðan.Vísir/Vilhelm Nokkuð tjón varð á innanstokksmunum til að byrja með. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Neyðarstigi var lýst yfir 10. nóvember og Grindavík rýmd daginn eftir. Þegar menn snéru aftur inn í bæinn blöstu víða við gríðarlegar skemmdir á innviðum.Vísir/Vilhelm Ótrúleg sjón blasti við þegar drónar fréttastofu fóru á loft, þar sem miklar sprungur blöstu við.Vísir/Einar Bærinn var mannlaus um tíma. Þann 12. nóvember tilkynnti Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar og íbúi í Grindavík, að hann ætlaði að stíga tímabundið til hliðar sem formaður til að sinna fjölskyldu sinni. Hann stóð þó áfram vaktina og gaf fjölmiðlum upplýsingar um stöðu mála í bænum.Vísir/Vilhelm Vísindamenn og viðbragðsaðilar fylgdust vel með þróun mála og mögulegum kvikuhreyfingum. Áhættumat var gefið út en ákveðið að hleypa fólki heim í hópum til að bjarga nauðsynjum og tilfinningalegum verðmætum.Vísir/Vilhelm Einn mátti fara úr hverri fjölskyldu, í fylgd björgunarsveitarmanna, og fékk aðeins nokkrar mínútur á heimilinu.Vísir/Vilhelm Vegagerðin greip til þess ráðs að líma yfir nöfn Grindavíkur og Bláa lónsins á vegamerkingum, íbúum til nokkurs ama. Þótti þeim óhugnanlegt að bærinn væri „þurrkaður út“ með þessum hætti. Tilfinninguna mátti ekki síst rekja til þess að nokkur óvissa var uppi um hvort og þá hvenær fólk fengi að snúa aftur en ekki var talið ómögulegt að gjósa myndi nærri bænum.Vísir/Vilhelm Vinna hófst við varnargarða, fyrst og fremst til að verja orkuinnviði í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Eftir miklar vangaveltur um eldgos eða ekki eldgos og háværar kröfur um að íbúar fengju að snúa aftur heim fyrir jól, hófst gos rétt fyrir klukkan 23 þann 18. desember. Gosið hófst í kjölfar skjálftahrinu við Sundhnúkagíga sem hófst skyndilega um klukkan 21. Í fyrstu gaus á um fjögurra kílómetra langri sprungu og var áætlað hraunflæði um 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu.Vísir/Vilhelm Líkt og fyrri daginn heillaði kyngikraftur náttúrunnar bæði heimamenn og aðkomandi.Vísir/RAX Fólk var strax beðið um að halda sig fjarri og stöðva ekki bifreiðar sínar á Reykjanesbraut. Gosinu missti fljótt mátt sinn og lauk aðeins þremur dögum eftir að það hófst. Þeim íbúum sem vildu var heimilað að vera heima um jólin.Vísir/Einar Sakamál og önnur verkefni viðbragðsaðila Að minnsta kosti tvö fordæmalaus lögreglu- og dómsmál komu upp á árinu en annað var „hryðjuverkamálið“ svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk. Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru handteknir 21. september og lagði lögregla hald á mikið magn skotvopna og skotfæra. Sindri var ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum Sindra. Voru þeir meðal annars sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða þingmenn og verkalýðsforingja. Héraðsdómur vék málinu frá en Landsréttur felldi þá ákvörðun úr gildi.Vísir/Hulda Hitt málið var kennt við Bankastræti Club en þar réðust á þriðja tug manna á þrjá menn, meðal annars með hnífum. Vegna fjölda sakborninga í málinu var gripið til þess ráðs að flytja réttarhöldin í veislusalinn í Gullhömrum. Alexander Máni Björnsson var ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps og hlaut sex ára fangelsisdóm. Einn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, annar í átta mánaða fangelsi og þriðji í fjögurra mánaða fangelsi. Þá voru nokkrir dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu felstra frestað.Vísir/Vilhelm Hvalveiðar voru gríðar fyrirferðamiklar í fjölmiðlum á árinu og í byrjun september vöknuðu landsmenn við fregnir af því að mótmælendur hefðu komið sér fyrir í möstrum Hvals 8 og Hvals 9, sem þá lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou vörðu um einum og hálfum sólahring í möstrunum áður en þær komu niður en þær voru afar ósáttar við framgöngu lögreglu. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði Anahita. Bátarnir lögðu til veiða daginn eftir.Vísir/Arnar Tugir slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila barðist við gróðurelda nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í mars en um var að ræða umfangsmikinn sinubruna. Nokkur hús voru í hættu um tíma og urðu skúr og bifreið eldinum að bráð.Vísir/Einar Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar nokkur snjóflóð féllu á Neskaupsstað í Norðfirði í mars. Eitt þeirra fór beint á íbúðahús í bænum og braut sér leið inn um svefnherbergisglugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ sagði Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir um uppifun móður sinnar. Snjóflóðin vöktu nokkurn ugg hjá íbúum, sem sögðu þau áminningu um mannskæðar hamfarir fortíðar. Gripið var til rýmingar vegna flóðahættu, á Neskaupsstað, í Eskifirði og víðar.Vísir/Sigurjón Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í svefnherbergi Kristófers Adam Stefánssonar í febrúar. Upptök eldsvoðans var hleðslutæki sem skilið var eftir í rúminu og missta Kristófer nær allar sínar eigur í brunanum. Sem betur fór komst þó kettlingurinn Leó lífs af.Vísir/Egill Útlendinga- og kjaramál Fjöldi mála er tengdust flóttamönnum og hælisleitendum rötuðu í fjölmiðla á árinu en meðal þeirra var mál Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Hussein og fjölskylda voru flutt af landi brott í nóvember 2022 og vakti framkvæmdin mikla athygli, ekki síst þar sem myndskeið náðist af lögreglu lyfta honum úr hjólastól og setja inn í bíl. Máli Hussein var ekki lokið þegar hann var fluttur á brott en héraðsdómur Reykjavíkur komst seinna að þeirri niðurstöðu að ákvörðun kærunefndar útlendingamála að synja fjölskyldinni um endurupptöku hefði verið ólögmæt. Fjölskyldan snéri aftur til landsins frá Grikklandi seinna í nóvember 2022 en 3. desember síðastliðinn var greint frá því að Hussein hefði yfirgefið landið ásamt fjölskyldun sinni, sem hafði þá verið vísað á brott. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ sagði vinkona fjölskyldunnar.Vísir/Vilhelm Blessing Newton var meðal þeirra flóttamanna sem voru sviptir öllum réttindum eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á grundvelli nýrra útlendingalaga. Upp kom ófremdarástand, þar sem hvorki ríki né sveitarfélög virtust undir það búin að fólkið lenti á götunni. Blessing sagðist hafa þráspurt lögreglu um það hvað hún ætti nú að gera. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála staðfesti í september álit Útlendingastofnunar um að heimilt væri að synja einstaklingum frá Venesúela um alþjóðlega vernd jafnvel þótt yfirvöld hefðu áður ákveðið að ríkisborgurum landsins skýldi veitt sérstök viðbótarvernd. Skömmu síðar voru 180 fluttir til Caracas en dómsmálaráðherra sagðist gera ráð fyrir að flytja þyrfti um 1.500 manns úr landi vegna ákvörðunar nefndarinnar. Efnt var til mótmæla við Hallgrímskirkju. „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ sagði Zarkis Abraham.Vísir/Vilhelm Það urðu fagnaðarfundir þegar Hodman Omar, 40 ára, fékk börnin sín átta til Íslands eftir fjögurra ára aðskilnað. Omar er gift íslenskum manni en hún neyddist til að flytja heimili sitt í Mogadishu í Sómalíu undan hryðjuverkasamtökunum al-Shaba. Börnin eru á aldrinum sex til sautján ára og voru að vonum glöð að hitta móður sína á ný.Vísir/Vilhelm Það var þungskýjað í kjaramálunum á árinu líkt og fyrri ár og mikið um vendingar. Efling og BSRB fóru í verkfallsaðgerðir og fjöldi stétta setti sig í stellingar. Rífleg launahækkun æðstu embættismanna vakti mikla reiði en laun ráðherra og Seðlabankastjóra hækkuðu um 130 til 156 þúsund í júlí. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Meirihluti félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins samþykktu miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í mars en þá hafði öllum verkföllum og verkbönnum verið frestað. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði baráttuna hins vegar rétt að hefjast og að kjaradeilurnar hefðu afhjúpað „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún. Titringur innan verkalýðshreyfingarinnar hélt áfram; Efling sagði sig meðal annars úr Starfsgreinasambandinu og þá var barist um formannssætið hjá VR, sem féll aftur í skaut Ragnars Þórs Ingólfssonar.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA þegar deilan var komin í rembihnút. Landsréttur hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki heimild til að krefjast félagatals Eflingar til að efna til atkvæðagreiðslu um afar umdeilda miðlunartillögu, sem lögð var fram af Aðalsteini Leifssyni, þáverandi ríkissáttasemjara. Ástráður sigldi viðræðunum í höfn og niðurstaðan var skammtímakjarasamningur. Aðalsteinn ákvað að láta af störfum og tók Ástráður við sem settur ríkissáttasemjari 1. júní. Einum og hálfum mánuði seinna var hann formlega skipaður í embættið til fimm ára.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, andlit þeirra út á við og óvinur verkalýðshreyfingarinnar númer 1 tilkynnt í mars að hann hefði ákveðið að láta af störfum. Halldór, sem hafði þá starfað hjá SA í sjö ár, greindi einnig frá því að hann myndi taka við nýju starfi sem forstjóri Regins á sumarmánuðum. Það tók SA nokkurn tíma að finna nýjan framkvæmdastjóra en á endanum varð Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, fyrir valinu.Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra á árinu, líkt og árið í fyrra. Hann sætti gagnrýni úr ýmsum áttum, ekki síst vegna ákvarðana um að halda stýrivöxtum háum. Þá var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um yfirstandandi kjaradeilur og nauðsyn hóflegra launahækkana. „Það er náttúrlega magnað að verða vitni að þessu viðvarandi stéttastríði Seðlabankans gagnvart láglaunafólki. Tilveruskilyrði láglaunafólks voru erfið, nú enn erfiðari,“ sagði Sólveig Anna, formaður Eflingar, í maí. Ásgeir komst einnig í fréttirnar fyrir ummæli sín um ríkissáttasemjara, sem hann sagði hafa freistað þess að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Stjórnmálin Það mæddi mikið á ríkisstjórninni á árinu en hún sætti ekki aðeins árásum stjórnarandstöðunnar og almennings heldur var hart barist á stjórnarheimilinu. Skýr málefnamunur kom í ljós á landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og stefna flokkanna alls ólík í fjölda mála. Fylgi Vinstri grænna virtist í frjálsu falli samkvæmt skoðanakönnunum og leiðtogar ríkisstjórnarinnar mældust síður en svo vinsælir. Innan Sjálfstæðisflokksins höfðu margir uppi efasemdir um ágæti samstarfsins við VG en þar fóru fremstir í flokki Jón Gunnarsson og Arnar Þór Jónsson, sem boðaði skipbrot og klofning. Þá sáust skrámur á margumræddri teflon-húð formannsins, Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Það þótti nokkuð grátbroslegt þegar boðað var til nokkurs konar hópeflis stjórnarflokkana á Þingvöllum í október og þingmenn sáust bera bjór með sér.Vísir/Vilhelm Stund milli stríða? Það fór vel á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði fundinn.Vísir/Vilhelm Fyrri hluta árs veltu menn því fyrir sér hvenær, og stundum hvort, Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var lengi vel þögull sem gröfin um málið og vakti það vangaveltur um það hvort umfangsmeiri breytingar yrðu gerðar á ríkisstjórninni. Að lokum fór svo að Guðrún tók við lykunum í júní en Jón, sem hafði meðal annars sætt gagnrýni fyrir framgöngu sína í útlendingamálum og fyrir að vopna lögreglumenn með rafbyssum, fór ekki hljóðlaust. Jón sagði Vinstri græn skorta heilindi og að flokkurinn hefði gert kröfu um að hann viki úr ríkisstjórninni. Þá sagði hann Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa brotið lög í hvalveiðimálinu. „Hann er augljós, Jón Gunnarsson er karl og ég er kona,“ sagði Guðrún spurð um muninn á þeim tveimur.Vísir/Vilhelm „Loksins!“ hugsaði margur þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í október að hann hefði ákveðið að segja af sér sem fjármálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði „brostið hæfi“ til að samþykkja söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var meðal kaupenda. Gagnrýnendur Bjarna, sem höfðu fylgst með honum dusta af sér hvert hneykslismálið á fætur öðru í mörg ár, voru þó ekki lengi í Paradís en eftir að hafa axlað ábyrgð sem fjármálaráðherra þrammaði Bjarni beint inn í utanríkisráðuneytið og tók við lyklavöldum þar. Hann gerði sér svo lítið fyrir og lauk árinu með því að tilnefna einn nánasta bandamann sinn til margra ára sem sendiherra í Washington. „Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Ríkisstjórn Katrínar og Bjarna leggur sína dauðu hönd yfir utanríkisþjónustuna,“ varð Illuga Jökulssyni að orði.Vísir/Vilhelm Þegar leið á aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa í kjölfar árása Hamas og gíslatöku urðu þær raddir sífellt háværari sem kölluðu eftir fordæmingu Íslands gegn Ísrael og jafnvel slitum á formlegum samskiptum. Þá vakti það mikla reiði að Ísland skyldi sitja hjá þegar atkvæði voru greidd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um tillögu um ákall eftir mannúðarhléi á átökunum. Ríkisstjórnin var sögð samstíga í málinu en það vakti óneitanlega athygli að svo virtist sem forsætisráðherra hefði ekki verið upplýst um afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslunni fyrr en seint og síðar meir.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gantast á góðri stundu. Þarna voru þau að reyna að greina hvort ráðherrabíllinn sem var að renna í hlað væri þeirra bíll eða hvort hann tilheyrði öðrum.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir og sennilega er ég ein af þeim,“ sagði Inga Sæland um myndband af hvalveiðum sem sýnt var á fundi atvinnuveganefndar í júní. Myndir höfðu þá náðst af því hvernig tilfinningarnar báru Ingu ofurliði á fundinum og hún grét.Vísir/Vilhelm Héðan og þaðan Biðlistar og verkföll settu strik í reikninginn hjá foreldrum leikskólabarna árið 2023. Foreldrar barna á biðlistum í höfuðborginni efndu til mótmæla í ráðhúsinu en borgaryfirvöld voru sökuð um innantóm loforð um bót og betrun. „Borgarstjórnin þarf bara að geta gefið foreldrum einhver svör, einhver svör um hvernig á að brúa þetta bil eins og þau hafa alltaf verið að tala um. Fæðingarorlofi lýkur við tólf mánuði en núna er meðalinntökualdur barna 20 mánuðir þannig þetta eru átta mánuðir að meðaltali sem að þarf að brúa. Hvernig eiga foreldrar að fara að í þann tíma?“ spurði Thelma Björk Wilson í samtali við fréttastofu.Vísir/Vilhelm Veðrið og auknar veðuröfgar rötuðu reglulega í fréttirnar og áminningar um að ganga frá trampólínum og öðrum lausamunum voru tíðar. Stundum var veðurofsinn þó þannig að jafnvel bifreiðar og tengivagnar máttu sín lítils og fór þetta hjólhýsi í Kópavogi meðal annars á hliðina.Vísir/Steingrímur Dúi Lögregla áætlaði að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hefðu tekið þátt í Kvennaverkfalli sem boðað var til í október. „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti þá erum það við,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem var meðal þeirra sem lögðu niður störf. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áréttaði í grein sem birtist á Vísi að ekki hefði verið um að ræða „uppskeruhátíð“. „Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum,“ sagði hún meðal annars.Vísir/Vilhelm Miðborg Reykjavíkur var allt að því lokað þegar Leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. Hart var deild um vopnakaup lögreglu fyrir fundinn og mörgum spurningum enn ósvarað.Vísir/Vilhelm Guðbergur Bergsson rithöfundur lést í byrjum september. Guðbergur var bæði ástsæll og umdeildur og efnt var til íburðarmikillar kveðjuathafnar í Hörpu, sem var lýst sem „síðasta listaverki“ Guðbergs. Guðbergur var lagður til hvílu í eldrauðri kistu og á myndinni sést sambýlismaður hans Guðni Þorbjörnsson kveðja hann í hinsta sinn.Vísir/Vilhelm Vonskuveður í Reynisfjöru.Vísir/RAX Líkt og síðust ár hófst jólaverslunin með stóru útsöludögunum í nóvember; Svörtum föstudegi, Stafrænum mánudegi og Degi einhleypra. Í lok mánaðar myndaðist svo óvænt örtröð í Kringlunni þegar ný Gina Tricot verslun var opnuð með pompi og prakt.Vísir/Hulda Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, áttu stefnumót morguninn 9. nóvember og voru einstaklega falleg og friðsæl sjón.Vísir/Vilhelm
Ljósmyndun Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Seðlabankinn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hnífstunguárás á Bankastræti Club Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Kvennaverkfall Veður Slökkvilið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira