Kjaraviðræður 2023-25 Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. Innlent 28.2.2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Innlent 27.2.2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Innlent 27.2.2025 19:02 Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. Innlent 27.2.2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Innlent 27.2.2025 16:08 „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. Innlent 27.2.2025 12:19 „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi. Innlent 26.2.2025 21:42 Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið. Innlent 26.2.2025 20:01 Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Innlent 26.2.2025 19:42 Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Innlent 26.2.2025 11:57 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. Innlent 26.2.2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. Innlent 25.2.2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. Innlent 25.2.2025 22:09 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. Innlent 25.2.2025 19:53 Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. Innlent 25.2.2025 16:04 Leita að línunni Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Innlent 25.2.2025 14:40 Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Innlent 25.2.2025 13:02 Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Innlent 25.2.2025 11:37 Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. Innlent 25.2.2025 09:52 Fundað á ný í kennaradeilu Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar. Innlent 25.2.2025 09:44 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Innlent 25.2.2025 09:05 Slökkviliðsmenn felldu samninginn Meðlimir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa fellt kjarasamning sem samninganefndir sambandsins og sveitarfélaga gerðu fyrr í þessum mánuði. Þá höfðu viðræður staðið yfir í tæpa fimmtán mánuði og stefndi í verkfall. Innlent 24.2.2025 21:01 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. Innlent 24.2.2025 19:35 Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Innlent 24.2.2025 13:16 Síðasti naglinn í líkkistuna? Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki. Skoðun 24.2.2025 07:32 Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. Innlent 23.2.2025 14:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55 Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. Innlent 22.2.2025 11:10 Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Innlent 21.2.2025 14:25 Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Innlent 21.2.2025 14:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 21 ›
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. Innlent 28.2.2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Innlent 27.2.2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Innlent 27.2.2025 19:02
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. Innlent 27.2.2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Innlent 27.2.2025 16:08
„Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. Innlent 27.2.2025 12:19
„Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi. Innlent 26.2.2025 21:42
Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið. Innlent 26.2.2025 20:01
Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Innlent 26.2.2025 19:42
Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Innlent 26.2.2025 11:57
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. Innlent 26.2.2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. Innlent 25.2.2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. Innlent 25.2.2025 22:09
Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. Innlent 25.2.2025 19:53
Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. Innlent 25.2.2025 16:04
Leita að línunni Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Innlent 25.2.2025 14:40
Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Innlent 25.2.2025 13:02
Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Innlent 25.2.2025 11:37
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. Innlent 25.2.2025 09:52
Fundað á ný í kennaradeilu Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar. Innlent 25.2.2025 09:44
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Innlent 25.2.2025 09:05
Slökkviliðsmenn felldu samninginn Meðlimir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa fellt kjarasamning sem samninganefndir sambandsins og sveitarfélaga gerðu fyrr í þessum mánuði. Þá höfðu viðræður staðið yfir í tæpa fimmtán mánuði og stefndi í verkfall. Innlent 24.2.2025 21:01
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. Innlent 24.2.2025 19:35
Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Innlent 24.2.2025 13:16
Síðasti naglinn í líkkistuna? Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki. Skoðun 24.2.2025 07:32
Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. Innlent 23.2.2025 14:30
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55
Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. Innlent 22.2.2025 11:10
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Innlent 21.2.2025 14:25
Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Innlent 21.2.2025 14:04