Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar 27. júní 2025 06:01 Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar