Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar 27. júní 2025 06:01 Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun