Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 23:00 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Guðmundsdóttir Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. „Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent