Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 23:00 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Guðmundsdóttir Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. „Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
„Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira