Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 09:53 Lauren Boebert, hefur verið mikið milli tannanna á fólki vestanhafs á þessu ári. AP/Stephanie Scarbrough Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45
Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06