Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 09:53 Lauren Boebert, hefur verið mikið milli tannanna á fólki vestanhafs á þessu ári. AP/Stephanie Scarbrough Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45
Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06