Hversu margir þurfa að deyja? Tómas A. Tómasson skrifar 15. desember 2023 10:00 Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun