Veruleg fjölgun þeirra sem þurfa að sækja þungunarrof í öðru ríki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:32 Aðgengi kvenna að þungunarrofi hefur verið takmarkað verulega í Bandaríkjunum í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar. Getty Konum sem ferðast milli ríkja í Bandaríkjunum til að gangast undir þungunarrof hefur fjölgað verulega frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Fjöldi ríkja hefur í kjölfarið takmarkað mjög aðgengi kvenna að þungunarrofi. Árið 2020 leitaði ein af hverjum tíu konum eftir þungunarrofsþjónustu utan síns heimaríkis en á þessu ári var það ein af hverjum fimm. Í Illinois, þar sem þjónustan hefur verið tryggð í stjórnarskrá ríkisins, fjölgaði skjólstæðingum utan ríkis úr 21 prósenti árið 2020 í 42 prósent í ár. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Guttmacher Institute. Þungunarrof er nú næstum alfarið bannað í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og þeir sem veita þjónustuna í Illinois hafa til að mynda séð gríðarlega fjölgun skjólstæðinga frá Missouri, Tennessee og Arkansas. Samkvæmt skýrslu Guttmacher fjölgaði þungunarrofum í Kansas, sem nú þjónar einnig skjólstæðingum frá Texas, um 79 prósent á þessu ári. Meirihluti þeirra sem sóttu þungunarrof í ríkinu bjuggu í öðru ríki. Guardian fjallar ítarlega um málið og segir þá sem enn veita þjónustuna óttast að geta ekki annað eftirspurninni, eftir því sem fleiri og fleiri ríki þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. Í Flórída eru til að mynda lög í skoðun sem myndu banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Á fyrstu sex mánuðum ársins ferðuðust nærri 4.000 konur til Flórída til að gangast undir þungunarrof. Ef fyrrnefnd lög taka gildi munu bæði konur sem búa í ríkinu og þær sem hafa leitað þangað utan ríkis þurfa að ferðast langt norður eftir til að sækja þjónustuna. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Jafnréttismál Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur í kjölfarið takmarkað mjög aðgengi kvenna að þungunarrofi. Árið 2020 leitaði ein af hverjum tíu konum eftir þungunarrofsþjónustu utan síns heimaríkis en á þessu ári var það ein af hverjum fimm. Í Illinois, þar sem þjónustan hefur verið tryggð í stjórnarskrá ríkisins, fjölgaði skjólstæðingum utan ríkis úr 21 prósenti árið 2020 í 42 prósent í ár. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Guttmacher Institute. Þungunarrof er nú næstum alfarið bannað í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og þeir sem veita þjónustuna í Illinois hafa til að mynda séð gríðarlega fjölgun skjólstæðinga frá Missouri, Tennessee og Arkansas. Samkvæmt skýrslu Guttmacher fjölgaði þungunarrofum í Kansas, sem nú þjónar einnig skjólstæðingum frá Texas, um 79 prósent á þessu ári. Meirihluti þeirra sem sóttu þungunarrof í ríkinu bjuggu í öðru ríki. Guardian fjallar ítarlega um málið og segir þá sem enn veita þjónustuna óttast að geta ekki annað eftirspurninni, eftir því sem fleiri og fleiri ríki þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. Í Flórída eru til að mynda lög í skoðun sem myndu banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Á fyrstu sex mánuðum ársins ferðuðust nærri 4.000 konur til Flórída til að gangast undir þungunarrof. Ef fyrrnefnd lög taka gildi munu bæði konur sem búa í ríkinu og þær sem hafa leitað þangað utan ríkis þurfa að ferðast langt norður eftir til að sækja þjónustuna.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Jafnréttismál Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira