Kona fann skilríki fanga í jakka frá Regatta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 11:40 Konunni leið fremur illa með fundinn. Hvorki konan né jakkinn á þessari mynd tengjast málinu beint. Getty Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins. Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian. Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian.
Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira