Greindu 580 sem höfðu ekki hugmynd um að þeir væru með HIV Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 10:07 Tónlistarmaðurinn ástsæli stofnaði Elton John AIDS Foundation árið 1992 og hefur safnað yfir 565 milljónum dala fyrir baráttuna gegn alnæmi. Getty/WireImage/Rob Ball Tónlistarmaðurinn Elton John mun ávarpa þingmenn í Bretlandi í dag og hvetja þá til að gera meira til að ná markmiði stjórnvalda um að útrýma nýjum tilfellum HIV fyrir árið 2030. Á sama tíma hefur verið greint frá því að 580 einstaklingar sem höfðu ekki hugmynd um að þeir voru með veiruna hafa greinst. Verkefnið gekk út á að skima blóðprufur allra sem sóttu ákveðnar bráðadeildir fyrir HIV og lifrarbólgu B og C, nema ef þeir tækju sérstaklega fram að þeir vildu það ekki. Samkvæmt BBC greindust 3.500 með að minnsta kosti eina af sýkingunum þremur, þar af 580 með HIV. Um var að ræða 33 bráðadeildir í Lundúnum, Manchester, Sussex og Blackpool, þar sem greiningar eru mun algengari en annars staðar í landinu. Tilgangur verkefnisins var að ná til einstaklinga sem þykja ólíklegir til að gangast undir próf sem eru gagngert hönnuð að skima fyrir HIV og lifrarbólgu en það byggir á reynslunni af blóðprófum sem gerð eru á þunguðum konum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Bretlandi greinast 42 prósent af þeim sem greinast með HIV svo seint að verulegar skemmdir hafa þegar orðið á ónæmiskerfinu. Skimanir á blóðprufum sem séu teknar í öðrum tilgangi auki líkurnar á því að einstaklingar greinist snemma. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að verkefnið verði útvíkkað til svæða þar sem greiningar eru tíðari en annars staðar, til að mynda í Liverpool. Hvorki stjórnvöld né stjórnarandstaðan hefur hins vegar viljað skuldbinda sig til að fjármagna hið aukna umfang. Ítarlega frétt um málið má finna á vefsíðu BBC. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Á sama tíma hefur verið greint frá því að 580 einstaklingar sem höfðu ekki hugmynd um að þeir voru með veiruna hafa greinst. Verkefnið gekk út á að skima blóðprufur allra sem sóttu ákveðnar bráðadeildir fyrir HIV og lifrarbólgu B og C, nema ef þeir tækju sérstaklega fram að þeir vildu það ekki. Samkvæmt BBC greindust 3.500 með að minnsta kosti eina af sýkingunum þremur, þar af 580 með HIV. Um var að ræða 33 bráðadeildir í Lundúnum, Manchester, Sussex og Blackpool, þar sem greiningar eru mun algengari en annars staðar í landinu. Tilgangur verkefnisins var að ná til einstaklinga sem þykja ólíklegir til að gangast undir próf sem eru gagngert hönnuð að skima fyrir HIV og lifrarbólgu en það byggir á reynslunni af blóðprófum sem gerð eru á þunguðum konum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Bretlandi greinast 42 prósent af þeim sem greinast með HIV svo seint að verulegar skemmdir hafa þegar orðið á ónæmiskerfinu. Skimanir á blóðprufum sem séu teknar í öðrum tilgangi auki líkurnar á því að einstaklingar greinist snemma. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að verkefnið verði útvíkkað til svæða þar sem greiningar eru tíðari en annars staðar, til að mynda í Liverpool. Hvorki stjórnvöld né stjórnarandstaðan hefur hins vegar viljað skuldbinda sig til að fjármagna hið aukna umfang. Ítarlega frétt um málið má finna á vefsíðu BBC.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira