Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:33 Sérfræðingar hafa bent foreldrum á að oft megi beita öðrum úrræðum til að bæta svefn. Getty Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira. Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira.
Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira