Að eignast fyrirbura Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun