Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 21:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun