Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 21:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun