Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 11:15 Mike Johnson, frá Louisiana, er lítið þekktur fordómafullur þingmaður sem er nú þingforseti. AP/Alex Brandon Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. Johnson var fyrst kosinn á þing árið 2016 en fyrir það starfaði hann sem lögmaður Alliance Defence Freedom, sem er þrýstihópur sem ku berjast fyrir réttindum trúaðra en berst í raun gegn réttindum hinsegin fólks og gegn rétti kvenna til þungunarrofs, og sat á ríkisþingi Louisiana. Hann kemur frá kjördæmi í Louisiana sem teiknað var upp af Repúblikönum og þykir eins öruggt fyrir flokki og kjördæmi geta verið. Hann þykir reynslulítill, hefur aldrei komið að samningaviðræðum milli flokka áður og hefur aldrei leitt þingnefnd. AP fréttaveitan segir áhyggjur hafa vaknað um það að Repúblikanar muni aftur reyna að snúa úrslitum kosninga, fari svo að þeir tapi kosningunum á næsta ári. Vildi snúa úrslitum kosninga Eftir að Joe Biden, forseti, sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2020, tók Johnson undir lygar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og greiddi hann atkvæði gegn því að staðfesta úrslit kosninganna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram þann 6. janúar 2021, eftir að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Johnson kom einnig að lögsókn sem sneri að því að snúa úrslitum kosninganna. Hann fékk rúmlega hundrað þingmenn Repúblikanaflokksins til að styðja lögsókn Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sem fór fram á að Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði sigur Bidens í fjórum ríkjum ógilda. Þetta gerði hann þó lögmaður Repúblikanaflokksins hefði sagt honum að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Guardian. Hæstiréttur vísaði þessari mjög svo umdeildu lögsókn fljótt frá. Skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 birti Johnson færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist hafa beðið Trump um að „berjast áfram“. Nokkrum dögum síðar var hann í útvarpsviðtali þar sem hann dreifði stoðlausum samsæriskenningum um alþjóðlegt samsæri og kosningavélar frá Venesúela og hvernig það hefði kostað Trump sigur. Nú er Johnson annar í röðinni yfir arftaka forsetaembættisins á eftir Kamölu Harris, varaforseta. „Þú vilt ekki að fólk sem laug því að síðustu kosningum hefði verið stolið sé í stöðu til að ákveða hver vinnur þær næstu,“ sagði prófessorinn Rick Hasen við AP. Hann segir Johnson líka geta verið sérstaklega hættulegan þar sem hann er menntaður lögmaður sem sérhæfir sig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Eftir að hann var tilnefndur til embættis þingforseta, spurði fréttakona hann út í viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og brugðust Repúblikanar reiðir við. Þeir púuðu á konuna á meðan Johnson hristi höfuðið. Ein þingkona gargaði á fréttakonuna að hún ætti að þegja. Hefur lengi barist gegn réttindum hinsegin fólks Johnson hefur í gegnum árin verið ötull andstæðingur aukinna réttinda hinsegin fólks. Sem lögmaður ADF varði hann lög Louisiana sem banna hjónabönd samkynja para og ströng lög ríkisins um þungunarrof. Hann hefur persónulega lýst samböndum samkynja fólks sem „ónáttúrulegum“. Það gerði hann skömmu eftir að hann hóf störf hjá AFD snemma á þessari öld. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi árið 2003 úr gildi lög Texas sem gerðu hjónabönd samkynja para ólögleg, skrifaði Johnson grein í héraðsmiðil þar sem hann sagði úrskurðinn vera mikið högg fyrir hefðbundin bandarísk fjölskyldugildi og sagði hann fara gegn siðferðilegum gildum síðustu þúsund ára. Ári síðar lýsti hann hjónaböndum samkynja para sem ógn við lýðræðið. Það gerði hann í ummælum við tillögu um breytingar á stjórnarskrá Louisiana um að skilgreina hjónaband sem samband eins mans og einnar konu og sagði Johnson að lögleiðing hjónabanda samkynja para myndi grafa undan mikilvægi hefðbundinna hjónabanda fyrir samfélagið, veikja samfélagið og grafa undan lýðræðislegu kerfi Bandaríkjanna. Þá sagði hann sambönd samkynja para ónáttúruleg í eðli sínu og varaði við því að ef þau yrðu litin jákvæðum augum, myndu allir „afbrigðilegir hópar“ krefjast hins sama. „Fjölkvænisfólk, barnaníðingar og aðrir verða næstir í röðinni að krefjast jafnar verndar,“ skrifaði hann í grein árið 2004. Þegar hann sat á ríkisþingi Louisiana lagði hann fram frumvarp sem snerist um að vernda fólk sem neitaði að afgreiða eða eiga í viðskiptum við hinsegin fólk. Frumvarpið komst þó aldrei úr nefnd. Þegar Johnson kvæntist eiginkonu sinni árið 1999 framkvæmdu þau það sem kallast „sáttmála brúðkaup“. Það felur í sér að hjón þurfa að sækja ráðgjöf og gerir hjónum erfiðara að skilja. Hjónabönd af þessu tagi eru einungis leyfileg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, en Johnson hefur talað fyrir því að fleiri ættu að fylgja honum og konu hans eftir. Vill samtvinna ríki og kirkju Þingforsetinn hefur einnig talað fyrir nánari samtvinnun opinberra starfa og kristinnar trúar. Í pontu á þingi á miðvikudaginn sagði hann til að mynda að „guð lyfti þeim sem sitja í valdastöðum“, eins og fram kemur í frétt Washington Post. Johnson hefur meðal annars barist fyrir því frekari kristnifræði í skólum í Louisiana, að opinberir fundi í sýslu í Norður-Karólínu verði opnaðir með bæn og að fólk segi gleðileg jól en ekki gleðilega hátíð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Johnson var fyrst kosinn á þing árið 2016 en fyrir það starfaði hann sem lögmaður Alliance Defence Freedom, sem er þrýstihópur sem ku berjast fyrir réttindum trúaðra en berst í raun gegn réttindum hinsegin fólks og gegn rétti kvenna til þungunarrofs, og sat á ríkisþingi Louisiana. Hann kemur frá kjördæmi í Louisiana sem teiknað var upp af Repúblikönum og þykir eins öruggt fyrir flokki og kjördæmi geta verið. Hann þykir reynslulítill, hefur aldrei komið að samningaviðræðum milli flokka áður og hefur aldrei leitt þingnefnd. AP fréttaveitan segir áhyggjur hafa vaknað um það að Repúblikanar muni aftur reyna að snúa úrslitum kosninga, fari svo að þeir tapi kosningunum á næsta ári. Vildi snúa úrslitum kosninga Eftir að Joe Biden, forseti, sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2020, tók Johnson undir lygar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og greiddi hann atkvæði gegn því að staðfesta úrslit kosninganna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram þann 6. janúar 2021, eftir að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Johnson kom einnig að lögsókn sem sneri að því að snúa úrslitum kosninganna. Hann fékk rúmlega hundrað þingmenn Repúblikanaflokksins til að styðja lögsókn Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sem fór fram á að Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði sigur Bidens í fjórum ríkjum ógilda. Þetta gerði hann þó lögmaður Repúblikanaflokksins hefði sagt honum að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Guardian. Hæstiréttur vísaði þessari mjög svo umdeildu lögsókn fljótt frá. Skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 birti Johnson færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist hafa beðið Trump um að „berjast áfram“. Nokkrum dögum síðar var hann í útvarpsviðtali þar sem hann dreifði stoðlausum samsæriskenningum um alþjóðlegt samsæri og kosningavélar frá Venesúela og hvernig það hefði kostað Trump sigur. Nú er Johnson annar í röðinni yfir arftaka forsetaembættisins á eftir Kamölu Harris, varaforseta. „Þú vilt ekki að fólk sem laug því að síðustu kosningum hefði verið stolið sé í stöðu til að ákveða hver vinnur þær næstu,“ sagði prófessorinn Rick Hasen við AP. Hann segir Johnson líka geta verið sérstaklega hættulegan þar sem hann er menntaður lögmaður sem sérhæfir sig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Eftir að hann var tilnefndur til embættis þingforseta, spurði fréttakona hann út í viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og brugðust Repúblikanar reiðir við. Þeir púuðu á konuna á meðan Johnson hristi höfuðið. Ein þingkona gargaði á fréttakonuna að hún ætti að þegja. Hefur lengi barist gegn réttindum hinsegin fólks Johnson hefur í gegnum árin verið ötull andstæðingur aukinna réttinda hinsegin fólks. Sem lögmaður ADF varði hann lög Louisiana sem banna hjónabönd samkynja para og ströng lög ríkisins um þungunarrof. Hann hefur persónulega lýst samböndum samkynja fólks sem „ónáttúrulegum“. Það gerði hann skömmu eftir að hann hóf störf hjá AFD snemma á þessari öld. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi árið 2003 úr gildi lög Texas sem gerðu hjónabönd samkynja para ólögleg, skrifaði Johnson grein í héraðsmiðil þar sem hann sagði úrskurðinn vera mikið högg fyrir hefðbundin bandarísk fjölskyldugildi og sagði hann fara gegn siðferðilegum gildum síðustu þúsund ára. Ári síðar lýsti hann hjónaböndum samkynja para sem ógn við lýðræðið. Það gerði hann í ummælum við tillögu um breytingar á stjórnarskrá Louisiana um að skilgreina hjónaband sem samband eins mans og einnar konu og sagði Johnson að lögleiðing hjónabanda samkynja para myndi grafa undan mikilvægi hefðbundinna hjónabanda fyrir samfélagið, veikja samfélagið og grafa undan lýðræðislegu kerfi Bandaríkjanna. Þá sagði hann sambönd samkynja para ónáttúruleg í eðli sínu og varaði við því að ef þau yrðu litin jákvæðum augum, myndu allir „afbrigðilegir hópar“ krefjast hins sama. „Fjölkvænisfólk, barnaníðingar og aðrir verða næstir í röðinni að krefjast jafnar verndar,“ skrifaði hann í grein árið 2004. Þegar hann sat á ríkisþingi Louisiana lagði hann fram frumvarp sem snerist um að vernda fólk sem neitaði að afgreiða eða eiga í viðskiptum við hinsegin fólk. Frumvarpið komst þó aldrei úr nefnd. Þegar Johnson kvæntist eiginkonu sinni árið 1999 framkvæmdu þau það sem kallast „sáttmála brúðkaup“. Það felur í sér að hjón þurfa að sækja ráðgjöf og gerir hjónum erfiðara að skilja. Hjónabönd af þessu tagi eru einungis leyfileg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, en Johnson hefur talað fyrir því að fleiri ættu að fylgja honum og konu hans eftir. Vill samtvinna ríki og kirkju Þingforsetinn hefur einnig talað fyrir nánari samtvinnun opinberra starfa og kristinnar trúar. Í pontu á þingi á miðvikudaginn sagði hann til að mynda að „guð lyfti þeim sem sitja í valdastöðum“, eins og fram kemur í frétt Washington Post. Johnson hefur meðal annars barist fyrir því frekari kristnifræði í skólum í Louisiana, að opinberir fundi í sýslu í Norður-Karólínu verði opnaðir með bæn og að fólk segi gleðileg jól en ekki gleðilega hátíð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira