Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 08:55 Viktor Orbán, til vinstri, og Vladimír Pútín, til hægri, hittust í Peking í Kína í vikunni. Vísir/EPA Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian. Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian.
Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38