Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 16:51 Mateusz Morawiecki forsætisráðherra var alls ekki sáttur með ummæli Úkraínuforseta. Getty/Vogel Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar. Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar.
Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent