Raðfrumkvöðlar á Íslandi Magnús Daði Eyjólfsson skrifar 16. september 2023 11:00 Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun