Raðfrumkvöðlar á Íslandi Magnús Daði Eyjólfsson skrifar 16. september 2023 11:00 Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun