Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 21:36 Úkraínumenn eru sagðir eiga von á tíu M1 Abrams skriðdrekum í þessum mánuði. EPA/VALDA KALNINA Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent