Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 15:49 Rudy Giuliani ræðir við blaðamenn við fangelsi í Fulton-sýslu í Georgíu þegar hann gaf sig fram þar á dögunum. Fyrir aftan han stendur maður sem heldur á klút sem á er letrað „Trúðabílsvaldarán“. Vísir/EPA Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13