DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 09:02 Leonardo DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Hann hefur meðal annars verið ötull málsvari gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Vísir Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03