Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 10:16 Svínsnýrað var grætt í Miller 14. júlí síðastliðinn. AP/Shelby Lum Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira