Innlent

Ís­lenskur maður á ní­ræðis­aldri lést á Fjarðar­heiði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Maðurinn sem lést var á níræðisaldri.
Maðurinn sem lést var á níræðisaldri.

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson. Hann var 87 ára gamall. Jón Ármann var búsettur á Seyðisfirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Þetta staðfesti Þorgeir Arason, sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli, í samtali við mbl. Þar segist Þorgeir vera að leggja drög að minningar- og bænastund sem verði auglýst síðar í dag.

Tveir bílar skullu saman á Fjarðarheiði um klukkuna tvö í gær. Alls voru átta í bílunum tveimur, Jón Ármann var farþegi með sínum nánustu ættingjum í öðrum og í hinum voru erlendir ferðamenn. Hinir sjö voru fluttir á sjúkrahús og reyndust ekki alvarlega slasaðir.

Fréttastofa náði ekki í Þorgeir við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Þungt yfir Austfirðingum í dag

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar.

Banaslys á Fjarðarheiði

Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×