Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 10:15 Skilti með stuðningsskilaboðum fyrir utan Richneck-grunnskólann í Newport News eftir skotárásina í janúar. AP/Denise Lavoie Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31