Leikskólaklúður Kópavogsbæjar Dagný Aradóttir Pind skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Dagný Aradóttir Pind Vinnumarkaður Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun