Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 08:18 Sérfræðingar segja Google vilja setja fordæmi fyrir því að tæknifyrirtækjum sé heimilt að notfæra sér höfundaréttarvarið efni. Getty/Chesnot Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum. Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum.
Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira