Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 08:18 Sérfræðingar segja Google vilja setja fordæmi fyrir því að tæknifyrirtækjum sé heimilt að notfæra sér höfundaréttarvarið efni. Getty/Chesnot Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum. Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum.
Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira