UNESCO vill banna farsíma alfarið í skólum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2023 19:23 Getty Images UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins. Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira