Trump lýsir yfir sakleysi sínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 21:04 Gríðarlegur viðbúnaður var fyrir utan dómshúsið í Washington í dag. AP Photo/Julio Cortez Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. Í umfjöllun New York Times segir að forsetinn fyrrverandi hafi ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu að fyrirtöku lokinni. Hann hyggst ræða við fréttamenn á leiðinni frá borginni og aftur til síns heima í Flórída en síðast þegar hann var ákærður í New York hélt hann mikla ræðu eftir að hann gekk út úr dómsal. Eins og fram hefur komið hefur Trump verið ákærður fyrir að hafa reynt að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. Hann stóð frammi fyrir dómara í kvöld og lýsti yfir sakleysi í málinu. Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 28. ágúst næstkomandi. Búist er við því að lögmenn Trump muni gera sitt besta til að tefja málaferlin, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Trump er nú í framboði til forseta og rær nú öllum árum að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Þar á Trump töluvert forskot á mótherja sína og segir í umfjöllun bandaríska miðilsins að ákæruvaldið reyni nú eftir sem fremsta megni að tryggja að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi fari fram eins fljótt og auðið er. Aðstoðarmenn Trump tali leynt og ljóst um að hann muni stöðva málaferlin verði hann kosinn forseti á næsta ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Í umfjöllun New York Times segir að forsetinn fyrrverandi hafi ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu að fyrirtöku lokinni. Hann hyggst ræða við fréttamenn á leiðinni frá borginni og aftur til síns heima í Flórída en síðast þegar hann var ákærður í New York hélt hann mikla ræðu eftir að hann gekk út úr dómsal. Eins og fram hefur komið hefur Trump verið ákærður fyrir að hafa reynt að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. Hann stóð frammi fyrir dómara í kvöld og lýsti yfir sakleysi í málinu. Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 28. ágúst næstkomandi. Búist er við því að lögmenn Trump muni gera sitt besta til að tefja málaferlin, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Trump er nú í framboði til forseta og rær nú öllum árum að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Þar á Trump töluvert forskot á mótherja sína og segir í umfjöllun bandaríska miðilsins að ákæruvaldið reyni nú eftir sem fremsta megni að tryggja að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi fari fram eins fljótt og auðið er. Aðstoðarmenn Trump tali leynt og ljóst um að hann muni stöðva málaferlin verði hann kosinn forseti á næsta ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira