Segist við góða heilsu Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2023 11:06 Mitch McConnell á blaðamannafundi í gær. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. Hann sneri þó aftur skömmu síðar og svaraði spurningum blaðamanna, án þess þó að segja hvað hefði komið fyrir. Seinna í gærkvöldi sagði aðstoðarmaður hans að hann hefði fengið svima og því hefði hann stigið til hliðar í augnablik. Sjá einnig: Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi McConnell, sem er 81 árs, sagði svo frá því í gærkvöldi að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði hringt í sig og spurt sig hvernig hann hefði það. Þingmaðurinn sagðist hafa það gott, samkvæmt frétt Washington Post. Hann vildi ekki svara spurningum um nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða segja hvort hann hefði hitt lækni eftir atvikið. „Ég er við góða heilsu. Það er það sem skiptir máli,“ sagði hann. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Eftir þingkosningarnar í fyrra hækkaði meðalaldurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings úr 64,8 árum í 65,3. Meðalaldurinn í fulltrúadeildinni lækkaði úr 58,9 í 58,4 samkvæmt Pew Research. McConnell féll fyrir um fjórum mánuðum síðar á kvöldverði á hóteli í Washington DC. Þá fékk hann heilahristing og braut eitt rifbein. Í kjölfarið var hann í fríi frá störfum í tæpar sex vikur. Hann er gífurlega áhrifamikill vestanhafs. Í frétt Washington Post segir að hann hafi nokkrum sinnum lent í vandræðum undanfarna tvo mánuði. Þegar hann var barn fékk hann lömunarveiki og hefur hann því alltaf verið með óhefðbundið göngulag. McConnell hefur þó virst sérstaklega varkár að undanförnu og hefur hann sömuleiðis nokkrum sinnum ekki heyrt spurningar blaðamanna á blaðamannafundum. Í síðasta mánuði þurfti annar öldungadeildarþingmaður að halla sér að honum og útskýra spurningu blaðamanns. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hann sneri þó aftur skömmu síðar og svaraði spurningum blaðamanna, án þess þó að segja hvað hefði komið fyrir. Seinna í gærkvöldi sagði aðstoðarmaður hans að hann hefði fengið svima og því hefði hann stigið til hliðar í augnablik. Sjá einnig: Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi McConnell, sem er 81 árs, sagði svo frá því í gærkvöldi að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði hringt í sig og spurt sig hvernig hann hefði það. Þingmaðurinn sagðist hafa það gott, samkvæmt frétt Washington Post. Hann vildi ekki svara spurningum um nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða segja hvort hann hefði hitt lækni eftir atvikið. „Ég er við góða heilsu. Það er það sem skiptir máli,“ sagði hann. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Eftir þingkosningarnar í fyrra hækkaði meðalaldurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings úr 64,8 árum í 65,3. Meðalaldurinn í fulltrúadeildinni lækkaði úr 58,9 í 58,4 samkvæmt Pew Research. McConnell féll fyrir um fjórum mánuðum síðar á kvöldverði á hóteli í Washington DC. Þá fékk hann heilahristing og braut eitt rifbein. Í kjölfarið var hann í fríi frá störfum í tæpar sex vikur. Hann er gífurlega áhrifamikill vestanhafs. Í frétt Washington Post segir að hann hafi nokkrum sinnum lent í vandræðum undanfarna tvo mánuði. Þegar hann var barn fékk hann lömunarveiki og hefur hann því alltaf verið með óhefðbundið göngulag. McConnell hefur þó virst sérstaklega varkár að undanförnu og hefur hann sömuleiðis nokkrum sinnum ekki heyrt spurningar blaðamanna á blaðamannafundum. Í síðasta mánuði þurfti annar öldungadeildarþingmaður að halla sér að honum og útskýra spurningu blaðamanns.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira