Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 19:40 Miklar skemmdir urðu á dómkirkjunni í loftárás Rússa. Kirkjan er trúar- og sögulega mikilvæg jafnt í huga Úkraínumanna og Rússa. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47