Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:31 Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira