Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:31 Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira