Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:28 Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira