Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 07:28 Kennedy var harðlega gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum. Getty/John Lamparski Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira