Stefnir í verkfall Hollywood leikara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 08:58 Meryl Streep er meðal stórleikara sem hafa sagt að þau styðji verkfallsaðgerðir. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira