Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 23:25 Joe Biden var harðorður í garð hæstaréttar Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Evan Vucci/AP Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum. Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum.
Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira