Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 09:15 Scot Peterson, fyrrverandi lögreglumaður við framhaldsskólann í Parkland, hrærður eftir að kviðdómur sýknaði hann af ákæru um að vanrækja börn sem voru skotin til bana í árásinni. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18
Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01
Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51